header

JGP Tallinn - stuttu prógrami lokið

Emilía Rós Ómarsdóttir Ljósm Helga HjaltadóttirEmilía Rós Ómarsdóttur tekur nú þátt á Junior Grand Prix í Tallinn Eistlandi. Keppni hófst snemma í morgun í stuttu prógrami kvenna og keppti hún númer 3 í röðinni. Sjá má keppnina á youtube síðu JGP ISU https://www.youtube.com/watch?v=Fm8sFcWmeEk (á mínútu 26.50). Hún er nú með 27,91 stig og er í 28 sæti af 33 mögulegum
.
Gaman verður að sjá hvernig langa prógramið hennar mun ganga í fyrramálið en keppni mun hefjast kl 14:10 að íslenskum tíma. Keppninni verður streymt í gegnum youtube síðu JGP ISU https://www.youtube.com/user/ISUJGP2011
 
 
(mynd Helga Hjaltadóttir).

Haustmót 2016 - keppni lokið

Haustmóti ÍSS 2016 lokið – góð byrjun á vetrinum

Haustmót Skautasambands Íslands (ÍSS) í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Reykjavík um helgina. Veturinn byrjar vel og ljós. 

2016-09-25 12.27.09 LJóst er að ekkert lát er á framförum íslenskra skautara í íþróttinni.  Alls tóku 63 keppendur þátt í 10 keppnisflokkum sem skiptast upp í 8, 10, og 12 ára og yngri A og B sem og Stúlknaflokk (novice) og Unglingaflokk (Junior) A og B. Fjöldi keppenda er nokkuð jafn á milli keppnisflokka.að

Keppni hjá 8, 10 og 12 ára og yngri A flokkum lauk í dag og er ljóst að þar eigum við marga efnilega skautara. Sara Kristín Pedersen sigraði 8 ara, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í 10 ára og yngri auk þess sem Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði nokkuð örugglega í 12 ára og yngri A og yngri 

Í Stúlknaflokki A héldu Akureyriarstúlkur foryrstunni í fyrstu 3 sætunum en þar bar Marta María Jóhannsdóttir sigur úr býtum með 72,17 stig, Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 2. sæti og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í því þriðja.

Samkeppnin var mikil í Unglingaflokki A, en þar kepptu 8 skautarar. Emilía Rós Ómarsdóttir frá SA hélt áfram forystunni frá eftir keppni í stuttu prógrami fyrri keppnisdaginn og hafnaði í 1. sæti með 95,18 stig. Kristín Valdís veitir Emilíu harða samkeppni og fylgir henni fast á eftir í 2. sæti með 87,15 stig. í 3. sæti hafnaði Margrét Sól Torfadóttir með 84,94 stig.

Mikið verður um að vera í skautaíþrottinni þetta keppnistímabilið þar sem fyrirhuguð eru tvö stórmót eftir áramót þ.e. Reykjavíkurleikar í febrúar nk sem og að Norðurlandamótið verður haldið stuttu síðar.

Úrslit er að finna hér.

 

 

Haustmót 2016 - live feed

Nú er hægt að fylgjast með úrslitum 'live' frá Haustmótinu.  

Smella á Starting Order/Result Details fyrir viðkomandi flokk. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90