Mikil spenna á Bikarmóti 2016 á Akureyri
- Details
- Fréttir 29.10.16
Nú er fyrri keppnisdegi Bikarmóts ÍSS að kvöldi kominn og hafa allir B flokkar nú lokið keppni. Akureyrarstelpur voru sigarsælar á heimasvelli og sýndu að venju góð prógröm sem skilaði þeim efstu sætum í flokkum 8 ára og yngri B og 10 ára og yngri B sem og að Júlía Rós Viðarsdóttir vann 12 ára og yngri B með allnokkrum yfirburðum með 31,15. Keppni var spennandi hjá Stúlkna- og Unglingaflokki B en þar sigruðu Berglind Óðinsdóttir og Elizabeth Tinna Arnardóttir annars vegar með 32,23 og 37,41 stig.
Stúlknaflokkur A lauk keppni í stuttu prógrami og er keppni þar gríðarspennandi þar sem tæp 2 stig skilja nú að fyrstu þrjú sæti í Stúlknaflokki en þar eigast við Akureyrarstúlkurnar Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir. Sömu sögu er að segja um Unglingaflokk A þar sem eingögnu 0,11 stig skilja að Agnesi Dís Brynjarsdóttur og Margréti Sól Torfadóttur. Því verður spennandi að sjá hvernig stelpunum muni ganga á morgun þar sem allt getur gerst.
Mynd Helga Hjaltadóttir