Haustmót 2016 - keppni lokið
- Details
- Fréttir 25.09.16
Haustmóti ÍSS 2016 lokið – góð byrjun á vetrinum
Haustmót Skautasambands Íslands (ÍSS) í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Reykjavík um helgina. Veturinn byrjar vel og ljós.
LJóst er að ekkert lát er á framförum íslenskra skautara í íþróttinni. Alls tóku 63 keppendur þátt í 10 keppnisflokkum sem skiptast upp í 8, 10, og 12 ára og yngri A og B sem og Stúlknaflokk (novice) og Unglingaflokk (Junior) A og B. Fjöldi keppenda er nokkuð jafn á milli keppnisflokka.að
Keppni hjá 8, 10 og 12 ára og yngri A flokkum lauk í dag og er ljóst að þar eigum við marga efnilega skautara. Sara Kristín Pedersen sigraði 8 ara, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í 10 ára og yngri auk þess sem Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði nokkuð örugglega í 12 ára og yngri A og yngri
Í Stúlknaflokki A héldu Akureyriarstúlkur foryrstunni í fyrstu 3 sætunum en þar bar Marta María Jóhannsdóttir sigur úr býtum með 72,17 stig, Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 2. sæti og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í því þriðja.
Samkeppnin var mikil í Unglingaflokki A, en þar kepptu 8 skautarar. Emilía Rós Ómarsdóttir frá SA hélt áfram forystunni frá eftir keppni í stuttu prógrami fyrri keppnisdaginn og hafnaði í 1. sæti með 95,18 stig. Kristín Valdís veitir Emilíu harða samkeppni og fylgir henni fast á eftir í 2. sæti með 87,15 stig. í 3. sæti hafnaði Margrét Sól Torfadóttir með 84,94 stig.
Mikið verður um að vera í skautaíþrottinni þetta keppnistímabilið þar sem fyrirhuguð eru tvö stórmót eftir áramót þ.e. Reykjavíkurleikar í febrúar nk sem og að Norðurlandamótið verður haldið stuttu síðar.
Úrslit er að finna hér.