header

Vetrarmót ÍSS 2016 - fyrri keppnisdegi lokið

Emilía Rós_Ómarsdóttir_-_Ljósmyndar_Helga_HjaltadóttirVetrarmót ÍSS hófst í dag í Egilshöll. Mótið fer mjög vel af stað og luku 5 flokkar keppni í dag: 8, 10 og 12 ára og yngri B, Stúlknaflokkur B og Unglingaflokkur B.  Sjá úrslit.  

Í Unglingaflokki gerði Emilía Rós Ómarsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar (SA) sér lítið fyrir og setti stigamet í stuttu prógrammi en hún fékk 38.91 stig.  Hún sló þar með stigamet sem Vala Rún B. Magnúsdóttir átti síðan á Bikarmóti 2014 37.08 stig.  Emilía Rós hefur staðið sig frábærlega vel á mótum ÍSS í vetur og hefur sigrað öll mótin.  Hún ætlar greinilega ekkert að gefa eftir á síðasta ÍSS móti vetrarins og byrjar vel.  Ekki langt undan í öðru sæti eftir stutt prógram er Þuríður Björg Björgvinsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur (SR) með 37.12 stig, en hún sló einnig met Völu frá 2014 og setti persónlegt stigamet í dag. Agnes Dís Brynjarsdóttir frá Skautafélaginu Birninum (SB) fylgir fast á eftir í þriðja sæti með 36.00 stig.  Einnig má nefna að Eva Dögg Sæmundsdóttir frá SB átti mjög góðan dag og setti persónulegt stigamet í stutta prógramminu og er aðeins 0.42 stigum á eftir Agnesi Dís.  

Í Stúlknaflokki A eru aðeins 0.21 stig sem skilja að fyrsta, annað og þriðja sætið eftir keppni í stuttu prógrammi!  Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir er efst með 27.66 stig, Aldís Kara Bergsdóttir fylgir fast á eftir með 27.55 stig og Marta María Jóhannsdóttir í þriðja sæti með 27.45 stig.  Þær eru allar frá Skautafélagi Akureyrar.

Búist er við harðri keppni í frjálsu prógrammi og verður því morgundagurinn mjög spennandi! Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar bestu listskautara til dáða.  Aðgangur er ókeypis. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90