header

Íslandsmóti 2012 lokið

SunnudagsmorgunÞað voru glæsilegir tilburðir sem sáust á lokadegi Íslandsmóts og mikil spenna í loftinu.  Ekki minnkaði það spennuna þegar hefillinn ákvað að láta á sér standa í fyrstu heflun dagsins, en því var nú sem betur fer reddað af öflugum starfsmönnun skautahallarinnar. 

8 ára og yngri A og B flokkar hófu keppnina, sem hélt síðan áfram með keppni í 10 og 12 ára og yngri A.  Þá var komið að keppni í Stúlknaflokki A þar sem allir keppendur skiluðu sínu prógrammi nánast eins og þeir gátu best og réðust úrslit ekki fyrr en í blálokin en það var Agnes Dís Brynjarsdóttir úr Skautafélaginu Birninum sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.  Kristín Valdís Örnólfsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur varð í öðru sæti og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir frá Skautafélag Akureyrar í þriðja sæti.


Íslandsmeistarar 2012Í Unglingaflokki A, kepptu 3 skautarar til úrslita, fjórði skautarinn þurfti því miður að draga sig út úr keppni vegna meiðsla eftir fyrri daginn.  Júlía Grétarsdóttir frá Skautafélaginu Birninum varð Íslandsmeistari, Vala Rún B. Magnúsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur varð í öðru sæti, og Nadia Margrét Jamchi frá Skautafélagi Reykjavíkur varð í þriðja sæti.  Íslandsmeistari í Kvennaflokki varð Guðbjörg Guttormsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur.

ÍSS þakkar dómurum og tæknifólki,  Skautafélagi Reykjavíkur, sem var mótshaldari, og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við mótið kærlega fyrir. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90